144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[20:28]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, mér finnst hún ekki verða mikið skýrari. Ég er svolítið, og kannski engin tilviljun, sammála hv. þm. Óttari Proppé sem fór ágætlega yfir þetta áðan í ræðu sinni um að gert er ráð fyrir tveimur fundum þingmanna á ári um þessi mál og það er varla beinlínis rík aðkoma. Síðan er ég líka sammála gagnrýni hv. þm. Árna Páls Árnasonar á það hvernig ætlunin er að nefnd þingmanna sé skipuð. Þá virðist til dæmis ekki vera gert ráð fyrir að allir flokkar hafi aðkomu að því. Sporin hræða líka í þessu, til dæmis hvernig staðið var að skipun í útvarpsráð þar sem gefið var ákveðið vilyrði fyrir að reyna að mæta lýðræðislegum sjónarmiðum, það var náttúrlega allt þverbrotið. Augljóslega er þetta eitthvað sem þarf að ræða.