144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[21:04]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Á meðan hún las upp úr stefnu ríkisstjórnarinnar varð mér hugsað til sjónvarpsþátta sem mér finnast svo skemmtilegir og heita Game of Thrones, og þar er síendurtekin setning „words are wind“ eða orð eru vindur. Ég hugsa til þess að við lærum þetta svona sem part af því að búa með fólki, maður lærir að orðin eru kannski ekki mjög marktæk, maður horfir frekar á hvað fólk gerir en það sem það segir. En ég spyr hvort það sé viðeigandi að það eigi við þegar um er að ræða þingmenn sem lofa almenningi ýmsu, og við kjósum þá, okkar atkvæði byggjast í raun og veru á loforðum, hvort það þurfi ekki að vera einhver sem ber ábyrgð á orðum sínum á þingi, hvort hægt sé að segja einhver falleg orð út í loftið en svo skipta þau bara engu máli.