144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[22:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er þannig að við í Samfylkingunni tökum þróunarsamvinnu alvarlega. Það var í valdatíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, að hér voru sett heildarlög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands og þegar hv. þm. Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra voru lagðar fram tvær metnaðarfullar þingsályktunartillögur varðandi áætlun um þróunarsamvinnu Íslands.

Þegar síðan ákveðið er án ígrundunar að leggja niður stofnunina sætir það furðu að stjórnarþingmenn geti ekki komið hér upp og útskýrt fyrir okkur af hverju þeir telji þetta mál gott. Telja stjórnarþingmenn að það sé til þess fallið að efla þróunarsamvinnu? Af hverju styðja stjórnarþingmenn þetta mál? Það er ólíðandi að við séum ein með ráðherranum í þessari umræðu.