144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[23:32]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað á að hafa þingmenn með í vinnu að þessum málum. En það sem mér finnst mikilvægara er að þetta ferli sé enn þá opnara en það er. Hvers vegna ekki að hafa ferlið það opið að allir geti hreinlega séð hvað er í gangi og tekið þátt og haft einhvers konar málskotsrétt í þróun frumvarps eða lagagerðar? Því ekki að hafa ferlið alveg opið?

Það hentar náttúrlega öllum flokkum að hafa marga áhugasama sem koma með vinkla sína inn í málið, en mér finnst mjög furðulegt að unnið sé að þessum málum svona lokað og lítið samráð haft við þingið og fleiri aðila.