144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[23:41]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Herra forseti. Skilningur minn á stjórnarandstöðunni eða minni hlutanum er allt, allt öðruvísi en áður eftir að ég kom á þing og upplifi þetta starf. Ég hafði engan skilning á þessu áður. En nú skil ég að þetta sem við erum að gera núna og höfum staðið í í allan dag er bara því miður eina verkfærið sem við höfum til þess að reyna að breyta einhverju til góðs. Þetta eru verkfærin, en það er skortur á verkfærum. Þetta er orðið þannig að ríkisstjórnin er eiginlega komin á þann stað að það er bara „my way or the highway“ — afsakið slettuna. En hvað eigum við að gera? Ég get ekki séð að það sé neitt hægt að gera annað en akkúrat þetta. Og mér finnst við vera búin að standa okkur alveg ótrúlega vel og mér finnst frekar sorglegt hvað það hefur verið tómlegt hérna hvað varðar ríkisstjórnina.