144. löggjafarþing — 85. fundur,  25. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[16:01]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Já, í 3. gr. frumvarpsins kemur fram að það eigi að tilnefna fimm fulltrúa úr hópi alþingismanna og skuli þeir kosnir af Alþingi. Ég er alveg hjartanlega sammála hv. þingmanni, þetta vekur mann til umhugsunar um hvaða lýðræði er þarna á ferðinni. Er ekki rétt að hafa það bara opið að það komi fram að það sé tryggt að það sé fulltrúi frá hverjum þeim starfandi stjórnmálaflokki sem á setu á Alþingi? Væri það ekki miklu eðlilegra en að tilgreina þennan fjölda? Það getur auðvitað breyst til og frá, stundum eru fimm stjórnmálaflokkar með þingmenn á Alþingi og stundum færri eða fleiri. Ef við þingmenn getum ekki sameinast þverpólitískt í svona málum er okkur ekki viðbjargandi. Mér finnst að hæstv. utanríkisráðherra (Forseti hringir.) eigi að sýna gott fordæmi í þessum efnum.