144. löggjafarþing — 85. fundur,  25. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[16:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Vitleysan á sér því miður marga bræður og margar systur, við þekkjum það. Þetta eitt og sér er alveg nóg ástæða til að taka málið aftur inn því að það er vanbúið. Auðvitað á að bíða eftir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Það sér hver heilvita maður að þetta getur ekki staðist neina skoðun.

Sæju menn fyrir sér að Vegagerðin væri tekin inn í innanríkisráðuneytið eða að stofnanir yfirleitt væru færðar inn í ráðuneyti? Væri ekki hægt að rökstyðja margt annað með sama hætti, að fjármunir, mannafli og allt mundi nýtast miklu betur? En við erum á 21. öldinni, hæstv. utanríkisráðherra, og svona gera menn ekki í dag. Menn eiga að vinna faglega (Forseti hringir.) og þetta stenst enga skoðun.