144. löggjafarþing — 85. fundur,  25. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[20:03]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er komin hingað undir þessum lið til að tala um ummæli hæstv. utanríkisráðherra um Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur sem er lektor í stjórnsýslufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hæstv. utanríkisráðherra segir úr ræðustóli að ekki sé hægt að taka mark á fræðimanninum vegna þess að hún sé samfylkingarkona. Það er ekki hægt að láta þessi orð liggja athugasemdalaust, ég mun taka þetta mál upp við fulltrúa Samfylkingarinnar í forsætisnefnd og óska eftir því að forsætisnefnd taki ummælin fyrir. Það er algjörlega óásættanlegt að hæstv. ráðherra skuli tala svona um fræðimann. Hvað ef hún hefði verið í Framsóknarflokknum, hefði þá verið meira að marka hana? Við þetta verður ekki látið sitja.