144. löggjafarþing — 86. fundur,  26. mars 2015.

námslánaskuldir.

[11:03]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vil undirstrika að það þarf almenna lausn á þessari hækkun lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hér voru veittir 80 milljarðar í að leiðrétta forsendubrest. Ég spyr hæstv. ráðherra aftur: Er þetta ekki forsendubrestur á þeim verðtryggðu lánum? Ef ekki, af hverju ekki?

Þá vil ég benda á að þessi hækkun á lánunum veldur því að æ fleiri munu þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur vera áfram að greiða af námslánum sem þýðir að fjárfesting fólks í námi skilar sér ekki í launum. Þetta er alvörumál og getur dregið úr vilja fólks til menntunar. Ég vona að við hæstv. fjármálaráðherra séum sammála um að æskilegt sé að fólk mennti sig. Ég endurtek því spurninguna: Er þetta ekki forsendubrestur?