144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum og starfsáætlun.

[15:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Um leið og ég býð hæstv. menntamálaráðherra velkominn frá Kína verður að segja að hugmyndir um breytingar á fyrirspurnatíma afsaka það í engu að forsætisráðherra og fjármálaráðherra landsins séu ekki viðstaddir þennan fyrirspurnatíma og geti bara mætt á fimmtudaginn ef þeim sýnist svo. Nema auðvitað að málið liggi þannig að forsætisráðherra hafi ekki verið að lýsa neinu yfir á föstudaginn, forsætisráðherra hafi bara verið að ítreka þær samþykktir sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði um útgönguskatt í tengslum við gjaldeyrishöftin og afnám þeirra. Þá þurfum við auðvitað ekkert sérstakt að ræða á fundinum. En ef forsætisráðherra var að brydda upp á einhverjum nýmælum, einhverri skattheimtu af þrotabúum sem síðasta ríkisstjórn hafði ekki fyrirhugað, ætti hann skilyrðislaust sem og fjármála- og efnahagsráðherrann að vera hér til svara fyrir það, sérstaklega þegar efnahagssérfræðingur (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokksins og samstarfsflokksins, Vilhjálmur Bjarnason, hefur lýst (Forseti hringir.) algjöru frati á …