144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

verndun Torfajökulssvæðis og fleiri svæða.

[16:02]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina.

Um þetta vil ég eitt segja að eðlilegt er að á það sé minnst að þegar verið er að skoða möguleika á því að landsvæði séu skráð á heimsminjaskrá séu þau sjónarmið uppi sem ég hef lýst. Slík viðurkenning skiptir miklu máli. Hún skiptir máli fyrir svæðið sjálft eins og það er, einstaka náttúru, söguminjar og annað slíkt, en það hefur líka heilmikið gildi þegar kemur til dæmis að ferðamannaþjónustu og öðru slíku. Ferðamenn sækjast mjög eftir því að skoða slíka staði því að þeir hafa mikið gildi. Ég tel að ekki sé hægt að draga víðtækari ályktanir en þær sem ég hef lýst hvað þetta varðar. Þær hugmyndir eru uppi og þessi skoðun stendur þar af leiðandi alveg fyrir sínu.