144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

svör við fyrirspurn.

[16:26]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Hér mæta ekki forustumenn ríkisstjórnarinnar til að svara óundirbúnum fyrirspurnum. Hér mæta þrír ráðherrar. Ég spurði hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra tiltölulega einfaldrar spurningar. Hún valdi að svara henni ekki heldur vísa í þingskjal sem gefið hefur verið út og ég hef lesið. Þar stendur ekkert handfast um framlög eða stuðning við húsnæðismál. Ég legg til, herra forseti, að þegar ráðherrarnir eru ekki tilbúnir til að mæta hér til fundar eða mæta ekki undirbúnir svo þeir geti svarað þeim fyrirspurnum sem þeir fá verðum við með þinghlé þangað til ráðherrarnir treysta sér til þess í fyrsta lagi að mæta og í öðru lagi koma undirbúnir og gefa boðleg svör en ekki tilvísanir í eitthvað sem ekkert er.