144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

Norðfjarðarflugvöllur.

566. mál
[18:37]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég ætla rétt aðeins að koma inn í þessa umræðu, en ég geri mér grein fyrir því eins og hæstv. ráðherra svaraði að vissulega er barist um bitann og flugvellina líka eins og við höfum töluvert rætt hér. Það er ekkert óeðlilegt við það að þeir vellir sem eru í mikilli notkun séu í forgangi. En varðandi einmitt þetta með hratið og það sem fyrirspyrjandi nefnir þá er auðvitað verið að horfa til þess að það skiptir máli varðandi kostnaðarlegan þátt í þessu verkefni og að lagfæra brautina.

Það má líka spyrja sig hvort kannaður hefur verið kostnaður við það að flytja sjúklinga ofan af Egilsstöðum eða Seyðisfirði eða annars staðar, niður til Norðfjarðar á sjúkrahúsið og svo jafnvel aftur til baka, fyrir utan náttúrlega öll óþægindin sem sjúklingarnir verða fyrir. Það felst náttúrlega (Forseti hringir.) töluverður kostnaður í því að flytja fólk niður á spítala, jafnvel til þess eins að fara til baka aftur til þess að fara í sjúkraflug frá Egilsstöðum.