144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[16:17]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir sköruglega ræðu. Það er eitt sem mig fýsir að vita. Þegar hv. þingmaður leggur fram aðildarumsóknina 16. júlí, afhendir Fredrik Reinfeldt og Carl Bildt bréf þar sem Ísland sækir skilyrðislaust um og algjörlega fyrirvaralaust um aðild að ESB, hvers vegna kemur ekki fram í því bréfi að aðildarumsóknin sé háð fyrirvörum? Að sjálfsögðu hafði ríkisstjórn Íslands á þeim tíma ekki umboð þingsins til að sækja fyrirvaralaust um aðild að Evrópusambandinu. Hérna er fyrirvaralaus aðildarumsókn. Með leyfi forseta, vil ég lesa bréfið, dagsett í Reykjavík 16. júlí 2009, sem er tvær línur:

„Mr. President,

The government of Iceland has the honour to present hereby, in conformity with Article 49 of the Treaty on European Union, the application of the Republic of Iceland for membership of the European Union.

Please accept, mr. President, the assurances of our highest consideration.“ (Forseti hringir.)

Hvar eru fyrirvararnir?