144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[16:20]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal fúslega þýða bréfið. Það er stílað á Fredrik Reinfeldt og Carl Bildt, formann ráðherraráðsins. Það hljómar svona í lauslegri þýðingu:

Íslenska ríkisstjórnin hefur þann heiður að afhenda hér, í samræmi við 49. gr. í sáttmálanum um Evrópusambandið, umsókn lýðveldisins Íslands um að gerast aðili að Evrópusambandinu. (Gripið fram í: Brot á stjórnarskrá.)

Með vinsemd og virðingu,

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra,

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.“

Hér koma ekki fram neinir fyrirvarar, engar tilvísanir til neinna annarra skjala. Evrópusambandið hefur í höndum sínum og í fórum sínum skilyrðislausa umsókn frá fyrrverandi ríkisstjórn, sem ég tel vera brot á (Forseti hringir.) því umboði sem þáverandi ríkisstjórn hafði í höndunum frá Alþingi.