144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[16:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svörin. Það verður fínt að rýna í það sem þingmaðurinn benti mér á.

Mig langaði að spyrja þingmanninn, út af því að nú hefur hann gríðarlega mikla þing- og stjórnmálareynslu, hvort hann telji að einhver möguleiki sé á því að við náum að hvetja þá þingmenn sem voru með þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta kjörtímabili til þess að vera með á þessu máli, hvort þingmaðurinn telji að einhver möguleiki sé á því að þingið hlusti eftir svo skýrum rómi utan úr samfélaginu um að fá að taka þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvað heldur þingmaðurinn að þurfi til til þess að hvetja samþingmenn okkar til að vinna saman að þessu máli?