144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[17:36]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er kannski tvennt sem ég vildi helst spyrja hv. þm. Helga Hrafn Gunnarsson í þessu máli af því honum verður tíðrætt um lýðræðið. Finnst hv. þingmanni lýðræðislegt að þjóðin kjósi um það að ríkisstjórn fari í viðræður um aðild sem hún vill ekki? Ég sé ekkert lýðræði við það. Það er þá ekki tímabært að gera það núna. Telur hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson forsendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu þegar fyrir liggur að fyrri stjórn hafði hætt viðræðum og fyrir liggur að rýniskýrslan um sjávarútvegskaflann hefur ekki komið fram? Þegar aðstæður eru með þeim hætti eru þá einhverjar forsendur fyrir þjóðina að kjósa um áframhaldandi viðræður? Ég held að venjulegu fólki fyndist það á barnamáli bara „ga gú“ við þessar aðstæður. Ég gæti skilið þetta við allt aðrar aðstæður, en ekki við þessar.