144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[17:40]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel sjálfur mikilvægt að þegar farið er í þjóðaratkvæðagreiðslur sé kosið um eitthvað sem leiði til niðurstöðu. Mér finnst ekkert lýðræðislegt við að þjóðin kjósi um það að ég, sem er í ríkisstjórn, geri eitthvað sem ég vil ekki gera. Það er í eðli sínu absúrd ástand. (HHG: En ef ríkisstjórnin hefur lofað því áður?) Ríkisstjórnin lofaði því ekki. (Gripið fram í.) Það er allt annað mál. (SII: Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.) Það sem skiptir meginmáli í þjóðaratkvæðagreiðslu er að það fáist niðurstaða sem hægt er að kalla því nafni.

Þess vegna spurði ég áðan hvort hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson telji forsendur fyrir því að viðhalda viðræðum sem hafði verið hætt af fyrri ríkisstjórn, sem voru raunverulega stopp — það var ekkert verið að birta rýniskýrsluna í sjávarútvegi, það var ekkert farið að ræða þau mál — hvort forsenda sé til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna þegar sú staða liggur fyrir. Eigum við þá ekki frekar að bíða með slíka þjóðaratkvæðagreiðslu frekar en fara í hana við þær aðstæður?