144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[17:59]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er svo sem alveg sama hvaða orð menn nota, hætt eða frestað, það skiptir ekki máli í mínum huga. Kjarni málsins er þessi: Til hvers að fara í þjóðaratkvæði um áframhald viðræðna sem eru ekki í gangi? Hvers konar aðildarviðræður verða það ef þjóðin sendir ríkisstjórn í það sem vill ekki fara inn? Hvers konar samningur kemur út úr því? Þetta er auðvitað ákveðinn ómöguleiki. Þess vegna er kosning á þessu stigi málsins, þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna, algerlega marklaus við þær aðstæður sem eru uppi núna og þær forsendur sem liggja fyrir núna vegna þess að viðræður eru ekki í gangi. Þeim var frestað eða hætt eða hvaða orð sem menn vilja nota, það er ekki búið að opna rýniskýrsluna í sjávarútvegi, það eru engar forsendur til að fara í viðræður núna með ríkisstjórn sem vill það ekki og við þær aðstæður sem eru uppi núna þar sem sjávarútvegurinn er ekki til umræðu.