144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[16:44]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér eru notuð býsna stór orð og ég beini til hv. þingmanns sem sat í ríkisstjórn og meiri hluta á síðasta kjörtímabili spurningunni: Af hverju var tækifærið ekki nýtt 2010 og 211 þegar hv. þingmaður var hér í meiri hluta? Þegar hv. þingmaður segir að hér sé engu breytt er það rangt. Hér er um tímabundin réttindi að ræða og hér er tekið viðbótargjald vegna úthlutunarinnar. Það er með öðrum orðum verið að gera talsvert mikið öðruvísi en gert hefur verið. Ef hv. þingmaður kallar það algjört hneyksli að ekki skuli vera gert eitthvað allt öðruvísi, af hverju brást ekki hv. þingmaður við á því tímabili sem hún var hér við stjórnvölinn? (LRM: Ertu enn þá í stjórnarandstöðu?)