144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

704. mál
[18:50]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrst varðandi þá gistingu sem hér er ætlunin að ná utan um. Hugsunin er sú að fyrir venjulegt fólk sem leigir út húsið sitt þegar það fer í sumarfrí eða jólafrí, eða sumarbústaðinn — þessu er ætlað að ná til þess.

Varðandi þá sem leigja út eignir sínar til lengri tíma og þingmaðurinn vísaði til varðandi fjölbýlishúsalögin, þá fer með það eftir þeim lögum. Ef eðli starfseminnar breytist úr því að viðkomandi nýtir eignina sína fyrir sig og fer að leigja hana til ferðamanna eða annarra þá fer um það samkvæmt fjölbýlishúsalögum. Þá þarf viðkomandi að leita samþykkis allra eigenda í húsinu.