144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

704. mál
[18:56]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég viðurkenni að við fyrstu sýn þá veldur þetta frumvarp mér nokkrum áhyggjum. Mér finnst nánast eins og það sé tilhneiging í því til þess að færa löggjöfina að lögbrotum sem við vitum að eru fyrir hendi. Þarna er tekin fyrir heimagisting þar sem menn leigja gistingu einungis í átta vikur. Ég velti fyrir mér: Veit hæstv. ráðherrann hversu stór hluti af þeim meintu óskráðu íbúðum og herbergjum sem eru til leigu víða um land, t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu, hversu stór hluti þessara eigna mundi falla undir þessa kategoríu? Ég óttast sjálfur að það sé mikill minni hluti, að við séum með miklu, miklu meira af óskráðum eignum sem séu leigðar á ársbasis.