144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

704. mál
[19:04]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. ráðherra fyrir svörin. Ég þakka fyrir það að mikil greiningarvinna sé í gangi vegna þess að þarna togast á ákveðnir hópar. Auðvitað fagnar fólk ferðamannastraumi og öllu því en ef mörg hús við sömu götuna eru notuð í heimagistingu getur ónæði skapast af því, því eru ákveðnir hópar sem fagna því mjög meðan aðrir gjalda varhuga við því og vilja ákveðna löggjöf í kringum það. Ég velti fyrir mér hvort við náum með þessum skilyrðingum að setja einhverjar hömlur á það í íbúðabyggð.