144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

704. mál
[19:26]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur fyrir svör hennar. Ég tek undir það að eftirlitið þarf auðvitað að vera í lagi, en umfram allt þarf skráning og öll umsýsla að vera einföld. Ég held að það sé verulega til bóta og muni hjálpa til í þessum efnum. Mér finnst þetta frumvarp boða það og trúi því að það muni að einhverju marki bæta úr.