144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[11:59]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherra fyrir að koma hér upp og leitast við að svara spurningum mínum. Ég held að fólk sé ekki á móti því að aflamarkskerfi sé í gangi, en það sem ég og við hjá Bjartri framtíð viljum benda á er að það er ekkert útilokað að við notum uppboð á aflaheimildum samhliða.

Ráðherra hefur farið í gegnum það af hverju hann telur að hann gæti það ekki, það er út af því sem var gert 2010. Er hann þá að segja að hendur okkar séu bundnar til eilífðarnóns út af því að lög í landinu voru einu sinni sett svona og þeim verði ekki haggað? Þá erum við heldur illa sett, held ég. En ef það er álit hæstv. ráðherra þá er bara ágætt að það komi fram hér. Við skulum þá reyna að finna út úr því. En ég hef verulegar áhyggjur ef það er staðan, ef það er mat hæstv. ráðherra.