144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[12:26]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar bara að biðja þingmanninn um eitt, athuga hvort hann sé tilbúinn til þess að gera grein fyrir hagsmunum sínum í málinu. Það er góð regla. Það er til dæmis verið að vinna að siðareglum í forsætisnefnd þess efnis að þingmenn skuli í málum gera grein fyrir hvaða hagsmuna þeir hafi að gæta af því að það getur haft áhrif á málflutning o.s.frv. Það er bara góð siðaregla. Er þingmaðurinn tilbúinn til þess?