144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

veiðigjöld.

692. mál
[18:00]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að vita hvort hæstv. ráðherra hafi kynnt sér hvernig þetta er í löndunum í kringum okkur eins og í Noregi, Grænlandi og í Færeyjum. Það væri fróðlegt að heyra hvort hann kunni þær tölur í þessum samanburði og nefni þá einhverjar tölur. Færeyingar hafa verið með uppboð á makríl og þar hefur útgerðin treyst sér til að borga allt að 80 kr. fyrir kíló af makríl. Grænlendingar eru að borga 20 kr. Þá spyr maður sig: Eru aðilar ekki að selja á sömu markaði, ætti þetta ekki að vera með einhverjum svipuðum hætti?

Hæstv ráðherra bendir á að margir í litla kerfinu svokallaða séu að skila miklum hagnaði og ég ætla ekkert að sverja fyrir það. Ég veit að það er auðvitað alveg rétt. (Forseti hringir.) En væri þá ekki skynsamlegra að halda sig við gömlu útfærsluna í veiðigjöldum og hafa sérstakt veiðigjald og menn borguðu að lágmarki 10 kr.?