144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

veiðigjöld.

692. mál
[18:06]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður orðaði einmitt það sem var að bögglast í höfðinu á mér, þ.e. að þegar þessi aðferð er notuð er hætta á því að útgerðirnar séu að klína á — ef ég má nota það orð, virðulegi forseti — einhverjum kostnaði. Þá verður hagnaðurinn minni og minna eftir til að greiða veiðigjöld. Það er akkúrat þetta sem ég hélt að væri staðreyndin.

Mér sýnist í þessu frumvarpi að það sé alveg gífurlega flókið og mikið af upplýsingum sem þarf að safna og gefa eða eitthvað. Einhver nefndi að það væri næstum því komið nýtt skattframtal sem útgerðin þyrfti að fylla út til að hægt væri að nota þessa aðferð.(Forseti hringir.) Þekkir þingmaðurinn það eitthvað betur en ég?