144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

vitnað í orðaskipti á lokuðum nefndarfundi.

[15:45]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég kem hér til þess að frábiðja mér málflutning af því tagi sem hv. þm. Helgi Hjörvar beinir til mín. Ég hef sinnt mínum þingstörfum og hef verið órög við að ræða mál sem eru erfið, bæði í mínum flokki og öðrum. Ég frábið mér að þessi athugasemd mín sé komin hér til vegna þess að ég óttist það umræðuefni sem eru verkföll opinberra starfsmanna. Það er svo fráleitt, virðulegur forseti, að það vart sæmir hv. þm. Helga Hjörvar að taka svo til orða.