144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

íþróttakennsla í framhaldsskólum.

709. mál
[16:49]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Við erum að ræða íþróttakennslu í framhaldsskólum og hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir spurði hæstv. menntamálaráðherra út í faglegar forsendur. Mér fannst hæstv. ráðherra fara ágætlega yfir faglega þáttinn en vil blanda mér aðeins í umræðuna, fyrst og fremst til að leggja áherslu á þann þátt sem er hreyfing og lýðheilsa í framhaldsskólum.

Á þessum tíma í æviskeiði unglingsins er ýmislegt að gerjast og gerast og það segir í stefnumótun ráðuneytis í íþróttamálum að stefnt verði að því að fjölga tímum sem tengjast heilsueflingu og íþróttum. Auðvitað mun kennslumagn eitthvað minnka við styttingu framhaldsskólans en við þurfum að hugsa út fyrir boxið og leggja aukna áherslu á hreyfingu og heilsueflingu í framhaldsskólum. Ég vildi fyrst og fremst koma í umræðuna til að leggja áherslu á þann þátt.