144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

685. mál
[14:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrir svar hæstv. ráðherra. Getur hæstv. ráðherra svarað mér bara beint út: Mundu til dæmis Ora-baunir geta borið íslenska fánann samkvæmt þessu frumvarpi, bara svo ég skilji það? Mér sýnist að hæstv. ráðherra finnist þetta mjög fyndið, en þetta er nú samt mikilvægt neytendamál og skiptir verulegu máli fyrir íslenska framleiðslu. Einnig varðandi dæmið sem hæstv. ráðherra tók um upptakarann, gæti þá verið íslenskur fáni á upptakaranum framan á þótt aftan á stæði: Made in China? Er það þannig sem það er hugsað?

Enn vantar mig skýringar og nefndin mun auðvitað fara vel yfir málið í meðförum þessa frumvarps. En mér finnst mikilvægt, og það er það sem ég hef áhyggjur af, að þessi merking eins og hún er lögð fram hér verði okkur og íslenskri framleiðslu ekki til framdráttar, heldur þvert á móti.