144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

685. mál
[14:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta mál er nefnilega flóknara en það lítur út fyrir að vera. Ég held þetta sé sjötta árið mitt hér á þingi og þetta er alla vega í fjórða skipti sem talað er fyrir frumvarpi af þessu tagi. Ég hef í öll skiptin verið í þeirri nefnd sem fjallar um þetta mál. Málið hefur virst svolítið einfalt þegar það kemur fram en það er alls ekki einfalt eins og fram hefur komið í andsvörum núna.

Mér heyrist og sýnist af því sem ég hef lesið um þetta að búið sé að breyta frumvarpinu nokkuð frá því sem var á síðasta þingi, en þá sat það mikið í hönnuðum, sem er orðin mjög sterk grein hér á landi og verður sífellt sterkari og við viljum ýta undir þá þróun eins og við getum, að um leið og vel fer að ganga og fólk fer að geta selt mikið kemur í ljós að íslensk fyrirtæki eru bara svo lítil að þau afkasta ekki nógu miklu og anna því ekki að framleiða vöruna. Þess vegna þarf að fara með vöruna til útlanda og láta framleiða hana þar. Þá kemur upp þessi spurning: Má varan vera merkt sem íslensk? Hvað er íslensk ull og hvað er útlend ull? Því þarf öllu að svara.

Í Danmörku er það þannig að þeir sem vilja — og þar er fyrirtækjum treyst. Hérna fara menn um leið að tala um upprunareglur og (Forseti hringir.) svona. Mig langar aðeins til að ráðherrann hæstv. fari aðeins vel í þetta. (Forseti hringir.) Eða ef … (Forseti hringir.) … er framleidd í útlöndum, má hún vera merkt sem íslensk … (Forseti hringir.) …?