144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

685. mál
[14:23]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að stafa þetta ofan í mig og gleðst mjög við útskýringar hans vegna þess að þá sýnist mér að búið sé að svara þarna einu atriði sem stóð mjög í okkur þegar við fjölluðum um þetta mál á síðasta þingi og var hönnuðum hér á landi mikill þyrnir í augum. Ég gleðst yfir því ef við getum haft þetta með þessum hætti því að annars gæti það útilokað fólk sem vildi gjarnan nota íslenskt, en þannig virtist það vera, og við vildum gjarnan að varan yrði kennd við Ísland en það var samt ekki endilega hægt að framleiða hana hér.

Ég gleðst yfir þessum útskýringum og hlakka til að fást við þetta mál eina ferðina enn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.