144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[15:44]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessi endurtekni reiðilestur hv. þingmanns virðist byggja á algjörum misskilningi. Ég tel að hann hafi ekki kynnt sér frumvarpið, að minnsta kosti ekki lesið það í gegn þegar hann heldur því fram að ráðherra komi með slíkri skilgreiningu í veg fyrir allar framkvæmdir. Þarna er sérstaklega fjallað um að þetta snýst ekki um að koma í veg fyrir framkvæmdir, þetta snýst um að vernda heildaryfirbragð og raunar liggur það þegar fyrir að ýmis ákvæði skipulagslaga koma inn á borð ráðherra, ekki bara þess ráðherra sem hér stendur heldur umhverfisráðherra líka. Menn hafa ákveðnu hlutverki að gegna yfirvöld við að fylgjast með því að sveitarstjórnir fylgi þeim reglum sem gilda um skipulagsmál. Það á að sjálfsögðu við um þetta eins og ýmislegt annað í skipulagslögum. Það er ekkert tilefni til þess að nálgast þetta mál með þeim hætti að vera með tortryggni og draga upp þá mynd að hér sé eitthvað alveg óvenjulegt og nýtt á ferðinni.