144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

695. mál
[18:55]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þetta séu óþarfaáhyggjur hjá hv. þingmanni en tek undir það sem hann sagði, það er nauðsynlegt að ræða þetta. Ég legg eindregið til að það verði gert í utanríkismálanefnd þegar málið kemur þangað. En þetta stafar að sjálfsögðu aðallega af því að við höfum engan her á Íslandi, sem betur fer, og við viljum ekki hafa her. Þess vegna þurfum við, ef við viljum tryggja öryggi borgaranna, að fela ákveðnum stofnunum að gegna ákveðnu hlutverki í því. En að sjálfsögðu tek ég undir með þingmanninum að það þurfi að fara yfir þetta og legg til að það verði gert í nefndinni.