144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

695. mál
[20:50]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, því miður er það svo að það er ófriðvænlegra, það eru hreinlega mjög mörg stríð háð víðs vegar í heiminum, ekki bara hérna nálægt okkur heldur líka fjær. Það er nákvæmlega í því ljósi sem ég tel að rödd friðar, sem talar fyrir afvopnun, sem leitar öðruvísi og nýrra leiða til þess að takast á við hernaðarátök, hvar svo sem í heiminum þau eru, verði mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þess vegna þurfum við að bregðast við, ekki með því að fara í gamla farið með auknum vígbúnaði, heldur með því að tala fyrir því að við drögum úr honum og það eigum við sem herlaus þjóð að gera.