144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[16:43]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil gera grein fyrir þeirri tillögu minni sem ég setti fram í ræðu í umfjöllun um málið í gær, að málinu verði vísað til umhverfis- og samgöngunefndar. Ástæðan fyrir því er að í frumvarpinu felast slíkar mögulegar breytingar á skipulagslögum og takmörkun í raun á stjórnarskrárbundnu sjálfstæði sveitarfélaga og hlutverki þeirra í skipulagsmálum að ég tel rétt að málið eigi heima í þeirri nefnd sem fer með skipulagsmál og málefni sveitarfélaga sem er hv. umhverfis- og samgöngunefnd.