144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[16:44]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fyrir því voru færð ágætisrök hér í gær að það mál sem um ræðir ætti heima í hv. umhverfis- og samgöngunefnd því að það hefur beinlínis áhrif á skipulagslöggjöfina. Það snertir í raun ekki þá löggjöf sem við eigum um menningarminjar sem heyrir undir hv. allsherjar- og menntamálanefnd. Það sem mér fannst áhugavert þó að þetta væri lagt til, að málið rynni til hv. allsherjar- og menntamálanefndar, var að engin rök voru færð fyrir því. Þeim rökum að málið ætti fremur heima í umhverfis- og samgöngunefnd var ekki svarað þannig að ég tel sjálfgefið að þingið skoði þetta mál út frá gildandi löggjöf.

Það er alveg ljóst að þarna erum við að fara inn á svið skipulagslöggjafarinnar og eiginlega sjálfgefið að mínu viti að málið eigi heima í réttri nefnd, þ.e. umhverfis- og samgöngunefnd.