144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[17:24]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil það þá svo að stefna hæstv. ráðherra í málefnum Landsbankans hafi ekki breyst þó að annað hafi komið fram á flokksþingi Framsóknarflokksins. Það er önnur saga.

Ferðaþjónustan er nú orðin stærsti atvinnuvegur landsins, held ég að megi segja, og við treystum mjög á hana. Hins vegar kemur fram í þessari ríkisfjármálaáætlun að ferðamannageirinn skili ákaflega lítilli framleiðni, ef nokkurri. Það er ekki gert ráð fyrir neinni framleiðniaukningu í hagkerfinu og ferðaþjónustan skilar okkur ekki miklu í þeim efnum. (Forseti hringir.)

Ég spyr ráðherrann hvort hann hafi ekki áhyggjur af þessu og hvort það séu einhverjar hugmyndir á sveimi (Forseti hringir.) einhvers staðar um hvernig megi lagfæra þetta.