144. löggjafarþing — 95. fundur,  27. apr. 2015.

afnám verðtryggingar.

[15:36]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Óskaplega gengur hv. þingmanni erfiðlega að skilja þetta. Þetta liggur fyrir og hann getur flett þessu upp á internetinu með því að slá inn á Google eða einhverja aðra slíka leitarvél stöðu vinnu við afnám verðtryggingar og skoðað þar það plan sem liggur fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Það er hins vegar alveg rétt sem hæstv. fjármálaráðherra hefur sagt, næstu skref í því efni voru að huga sérstaklega að tilteknu árabili og ekki hvað síst þessum svokölluðu Íslandslánum, byrja á því að fást við þau, 40 ára verðtryggðu lánin. Og eitthvert tal hv. þingmanns um einhverja orkubita og það eigi að vera rökstuðningurinn fyrir því að það sé ekki samstaða í ríkisstjórninni er svo fráleitt, virðulegur forseti, að ég held að ég þurfi ekki að fara í nánari útlistun á því. Það er best til þess fallið að sýna hversu lítið er á bak við þessa endalausu tilburði hv. þingmanns til að búa til eitthvað úr engu. (Gripið fram í.)