144. löggjafarþing — 95. fundur,  27. apr. 2015.

fjöldi óundirbúinna fyrirspurna.

[15:40]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Virðulegur forseti var búinn að gefa hv. þm. Lilju Rafney Magnúsdóttur orðið og hann getur ekki komið eftir það og farið með reglur úr þingsköpum um að hann einn ráði öllu. Það getur ekki verið sá bragur sem við viljum hafa á hlutunum hér. Þetta er spurning um fjórar eða fimm mínútur og yfirleitt hefur nú verið talið betra að sá sem valdið hefur fari varlega með það og sé kurteis heldur en að beita valdi sínu. Kannski gerði hæstv. forseti mistök, en þá tekur hann því, þetta er spurning um fimm mínútur.