144. löggjafarþing — 95. fundur,  27. apr. 2015.

fjöldi óundirbúinna fyrirspurna.

[15:41]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum yfir því að hafa verið kynnt hér í ræðustól með fyrirspurn til hæstv. ráðherra en síðan er það dregið til baka. Auðvitað geta öllum orðið á mistök eins og virðist hafa verið í þessu tilfelli, að hæstv. forseti hafi hleypt fleiri þingmönnum að en gert var ráð fyrir, en mér finnst að stjórn þingsins eigi að vera þannig að menn hafi þá til brunns að bera þann þroska að sýna sveigjanleika og leysa málið í þessu tilfelli þannig að sú sem hér stendur fái að bera upp þá spurningu sem lá fyrir, frekar en að kalla á þá umræðu um fundarstjórn forseta sem segir sig sjálft að kemur í kjölfarið. Mér finnst að hæstv. (Forseti hringir.) ráðherrar sem eru hér ættu að taka undir það og hleypa þeirri sem hér stendur að.