144. löggjafarþing — 96. fundur,  27. apr. 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:35]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum ræðuna. Mig langar til að velta upp ákveðnum þáttum, m.a. aðhaldsmarkmiðunum sem sett eru hér fram, 1% af frumgjöldum. Það er verið að tala um að draga úr útgjaldavexti um 5,5 milljarða. Óneitanlega hefur maður áhyggjur af því að það bitni kannski á þeim stöðum sem viðkvæmastir eru fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir því að uppsafnaður vandi er mikill á heilbrigðisstofnunum eins og Landspítalanum og alveg ljóst að sú stofnun og fleiri geta ómögulega tekið á sig meiri niðurskurð, ekki einu sinni 1%, því að það þarf mikið að bæta. Mig langar að heyra hvort hv. þingmaður telji raunhæft á þessu fimm ára tímabili að leggja upp með sparnað upp á 1% árlega.

Ég heyrði ekki fyrstu tvær mínúturnar af ræðu þingmannsins eða svo en mig langar að spyrja um Landspítalann, bygginguna á meðferðarkjarnanum. Það er talað um að ljúka fullnaðarhönnun og ég velti fyrir mér hvort gert sé ráð fyrir því að hér eigi að fara inn í einhverja aðra fjármögnun en af hálfu ríkisins, hvort þingmaðurinn sé sama sinnis og ég í því.

Ég held mig áfram við heilbrigðismálin og spyr nú um S-merktu lyfin. Telur hv. þingmaður að það sem hér er rakið um þau sé raunhæft út frá því hvernig þau mál hafa þróast undanfarin ár? Eins og við þekkjum úr fjárlaganefnd hefur þetta verið að þróast í kannski (Forseti hringir.) aukna útgjaldaþörf og ný lyf ekki tekin inn og ég hef (Forseti hringir.) áhyggjur af því að það sé ekki …