144. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2015.

húsaleigulög.

696. mál
[15:51]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Hv. þingmaður nefndi að þegar þessi frumvörp komi frá fjármálaráðuneytinu til Alþingis verði þau vonandi nokkuð vel unnin. Mig langar að spyrja hv. þingmann út í varðandi vinnubrögð og vinnslu á frumvörpum. Telur hv. þingmaður það ásættanlegt að fyrst núna eftir að frumvarp til húsaleigulaga kemur fram, sé verið að kalla þau leigufélög að málinu sem leigja til ákveðinna hópa og notið hafa ákveðinnar undanþágu frá lögum, þ.e. 3. mgr. 2. gr., sem nú á að fella á brott, þ.e. nákvæmlega þá aðila sem brottfallið á greininni tekur til? Þetta eru einmitt félög leigja hópum sem eru í mjög viðkvæmri stöðu á leigumarkaði, sem eru annars vegar öryrkjar og hins vegar námsmenn. Eru það ásættanleg vinnubrögð að hæstv. ráðherra kalli þau núna fyrst að borðinu? Hefði þetta ekki þurft að gerast fyrr og einhver strategía að liggja fyrir ef þarna á að breyta einhverju öðru en að bara fella þessa klausu laganna úr gildi?