144. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2015.

húsaleigulög.

696. mál
[16:18]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir andsvarið. Já, ég gleðst mjög yfir því að þetta frumvarp sé komið fram og jafnframt frumvarpið er varðar lög um húsnæðissamvinnufélög. Ég vil gjarnan fá að sjá þau frumvörp er snúa að stofnstyrkjum til húsnæðissamvinnufélaga án hagnaðarsjónarmiða, að þau komi fram, og jafnframt vil ég fá að sjá frumvarp er varðar húsnæðisbætur. Það er mikilvægt mál fyrir alla aðila, að ég tel óháð flokkum, að þessi frumvörp komi sem allra fyrst í afgreiðslu hér inn í þingið. Það er því mjög mikilvægt að við hjálpumst öll að við að ýta á að þessi frumvörp komist hingað inn því að þau hafa verið dágóðan tíma í kostnaðarmati.