144. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2015.

húsnæðissamvinnufélög.

697. mál
[18:43]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Helga Hjörvar fyrir andsvarið. Leiðrétting eða höfuðstólsniðurfærsla, aðgerð ríkisstjórnarinnar, fór til einstaklinga, hún fór ekki til lögaðila. Hins vegar erum við að vinna að frumvörpum sem eru til bóta fyrir húsnæðissamvinnufélög og einhver þeirra geta jafnvel nýtt sér ákvæði þeirra húsnæðisfrumvarpa er koma fram og eru komin fram, m.a. þetta, til endurfjármögnunar, og það hefur komið fram á fundum hjá ákveðnum húsnæðissamvinnufélögum. Auk þess er frumvarp á leiðinni í þingið er varðar húsnæðisbætur eða húsnæðisstuðning til þeirra sem eru á leigumarkaði, og maður vonar svo sannarlega að það geti orðið þeim einstaklingum til bóta sem búa í kerfinu.