144. löggjafarþing — 98. fundur,  29. apr. 2015.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

703. mál
[15:55]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að hægt sé að klára þetta á þeim tíma sem gefst fyrir andsvör. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Við deilum þeim sjónarmiðum sem hún lýsti varðandi mikilvægi þess að vernda hálendið eins og kostur er og mikilvægi þess fyrir þjóðina á ýmsan hátt.

Varðandi spurninguna sem hv. þingmaður bar fram hér í lokin er svarið við henni einfalt, þarna er eingöngu um það að ræða að menn vísa í þá skilgreiningu sem fyrir liggur í náttúruverndarlögunum á því hvað átt sé við með orðinu náttúru… hvaða orðalag var það? Náttúruminjar (Gripið fram í: Myndanir.) náttúrumyndanir, þannig að um skilgreiningaratriði er að ræða sem breytist ekki með breytingu á náttúruverndarlögum, eingöngu er verið að styðjast við þá skilgreiningu sem liggur fyrir þar nú þegar.