144. löggjafarþing — 98. fundur,  29. apr. 2015.

innflutningur dýra.

643. mál
[16:37]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er einn af þeim sem styð þetta frumvarp og hef áður átt orðastað við hæstv. landbúnaðarráðherra um þá leið sem verið er að reifa í því. Jafn mikið og ég hreifst af orðkyngi og ástríðuþrótti hv. þingmanns gat ég ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að hún væri giska andsnúin frumvarpinu.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann hreint út: Er ekki full eining í okkar góða Framsóknarflokki um þetta mál? Ég vil alla vega upplýsa það hér að í landbúnaðarvæng Samfylkingarinnar er mikill stuðningur við þingmálið.