144. löggjafarþing — 98. fundur,  29. apr. 2015.

innflutningur dýra.

643. mál
[16:38]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Það er gott að hæstv. landbúnaðarráðherra fái stuðning úr þeirri átt. Ég sem ungur bóndi, mjólkurframleiðandi og nautakjötsframleiðandi, vil segja að mín afstaða er svolítið á sömu línu og ágætur maður Ólafur Dýrmundsson dýralæknir fór inn á, hvort sem rætt er um innflutning á mjólk eða kjötframleiðslu eigi að gera miklar kröfur um sóttvarnir, nauðsynlegar sóttvarnir. Mér finnst allt of mikið slakað á þeim í þessu frumvarpi, þannig að ég er kannski meira að kalla eftir úrbótum og þá einnig á umhverfi fyrir nautakjötsframleiðendur eins og ég kom inn á áðan. Umhverfið er alveg óbreytt. Við fáum enn sama afurðastöðvaverð, það er ekki meiri stuðningur við greinina, þannig að ég er kannski meira að kalla eftir úrbótum á frumvarpinu.