144. löggjafarþing — 98. fundur,  29. apr. 2015.

innflutningur dýra.

643. mál
[17:49]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Nú hefur liðið svolítið langur tími frá því að flutt hefur verið inn erfðaefni. Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann geti nefnt einhverjar tölur í því sambandi. Hvenær sjá bændur árangur af þessari breytingu? Er það eftir eitt ár, tvö ár eða fimm ár? Hver er munurinn á framleiðninni í þessu? Hversu miklu meiri eru afurðirnar, ef við getum sagt svo, í prósentum talið? Ég veit að þetta er líka talsvert betra kjöt. Í heimsóknum okkar með atvinnuveganefnd á svona býli (Forseti hringir.) hefur komið fram að löng bið er eftir steikum af svona nautgripakyni. Getur hv. þingmaður gefið okkur upp einhverjar tölur í því sambandi?